ESB andstaðan vex

Sem betur fer fer nú þeim fjölgandi sem ætla ekki að láta Samfylkinguna teyma sig í nýja Sovét - ESB.  Greinilega að koma fram sterk andstaða við þessa þvælu alla, og líka gott að fljótlega verður flett ofan af spillingunni í Samfylkingunni.
mbl.is SA beita sér ekki fyrir aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

1) Yfirráð yfir auðlindunum.

2) Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar í ýmsum málum.

3) Afar takmörkuð áhrif smáríkja við ákvarðanatökur í ESB

Sigurður Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Jón Frímann,

1)  Þú getur ekki fullyrt að þetta sé rangt, við munum kannski halda tímabundnum yfirráðum yfir fiskimiðunum en ekki til langframa.  Þetta hefur komið fram hjá öllum embættismönnum ESB.

2)

Sigurður Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

2) Atvinnulíf í ESB er bundið í fötra vegna ýmisskonar félagslegra reglna sem við erum laus við, þó við séum í EES.

3) Það er bara staðreynd að rödd Íslands myndi ekki vega stórt við ákvarðanir.  Þetta hefur nú heldur betur sýnt sig núna þegar kreppan skellur á ströndum Evrópu og stóru ríkin hugsa fyrst og fremst um sig.  IMF var nú heldur betur að skamma ESB út af þessu.

Sigurður Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Við munum alltaf sitja ein að fiskimiðunum hér við land, og það hafa forsvarsmenn Evrópusambandsins sagt SISI! Annað er bara rang. Hér á Íslandi eru 85% af fiskistofnunum staðbudnir, og því myndi Evrópusambandið alltaf úthluta kvótanum til þeirra sem eiga veiðireynslu úr þeim stofni - sem eru aðeins við Íslendingar. Þetta er meginregla í auðlindastefnu Evrópusambandsins, sem verður ekki breytt því það myndi ganga gegn þjóðarhagsmunum margra aðildarþjóða - og Evrópusambandið snýst um samvinnu og hefur aldrei gengið á þjóðarhagsmuni aðildarþjóða sinna

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sælir strákar.  Eftirfarandi grein er tekin úr skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007:

Miklu skiptir við hvaða tímabil væri miðað þegar söguleg veiðireynsla aðildarríkja er ákveðin og það mál var því rætt sérstaklega fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB. Þar kom fram að gengi Ísland í ESB myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period). Ekki væri um eitthvað eitt viðmið um tíma að ræða heldur tæki tímalengdin sem miðað væri við mið af aðstæðum. Í aðildarsamningnum við Noreg hefði t.d. verið miðað við 1-10 ára tímabil eftir svæðum og tegund fiskistofna, en tímabilið sem miðað væri við þyrfti hins vegar að vera samþykkt af báðum samningsaðilum.

Ísland hefur samkvæmt EES-samningnum heimild til að takmarka fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi og í gildi eru sérstök lög þar að lútandi.266 Á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB kom fram að ólíklegt væri að hægt yrði að viðhalda þessum takmörkunum ef Ísland gengi í ESB, en hugsanlega væri þó hægt að halda þeim tímabundið, auk þess sem hægt væri að setja ákveðin skilyrði um efnahagsleg tengsl við Ísland,sbr. umfjöllun um kvótahopp.267

"Noregur hefur tvívegis sótt um aðild að ESB og í bæði skiptin var lokið við gerðaðildarsamninga, fyrst árið 1973 og síðan aftur árið 1994. Þeir samningar voru hins vegar eins og kunnugt er báðir felldir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Noregur fékk engar varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamningi sínum 1994, heldur einungis nokkrar tímabundnar undanþágur. Að auki var samið um sérstaka tímabundna útfærslu um stjórnun fiskveiða norðan við 62°N, sem er að finna í 49. gr. samningsins og sameiginlegri yfirlýsingu.279 Sú útfærsla hefði hins vegar ekki falið í sér að Noregur myndi stjórna veiðum á því svæði nema í þann tíma sem tiltekinn er í ákvæðinu, þ.e. til 30. júní 1998, og kom það skýrt fram í máli sérfræðinga framkvæmdastjórnar ESB í sjávarútvegsmálum"

Og svo kemur niðurstaða meirihluta nefndarinnar:

Aðild að Evrópusambandinu felur í sér framsal ríkisvalds til stofnana ESB á mörgum mikilvægum sviðum. Með inngöngu í ESB færist löggjafar- og framkvæmdavald frá lýðræðislega kjörnum þjóðþingum og ríkisstjórnum sem starfa í umboði kjósenda á hverjum stað til yfirþjóðlegra valdastofnana þar sem lýðræðislegu eftirliti verður ekki við komið. Löggjafarvaldið er flutt til ráðherraráðs ESB þar sem flestar ákvarðanir eru teknar með auknum meirihluta og Evrópuþingsins. Hlutur Íslendinga á Evrópuþinginu þar sem nú sitja 785 þingmenn yrði bundinn við fimm þingsæti. Áhrif almennings á undirbúning löggjafar mega sín lítils í þessu kerfi miðað við áhrif fjársterkra hagsmunahópa.

Þótt aðild að ESB fylgi ýmsir kostir er hitt fullljóst að þeir hagsmunir og réttindi sem glatast Íslendingum við aðild vega miklu þyngra en kostirnir við aðild. Þess vegna er óhjákvæmilegt fyrir Íslendinga að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og málum er nú háttað.

Sigurður Sigurðsson, 17.12.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband