Mistök - Nei takk
22.12.2008 | 19:48
Mistök og afsökunarbeiđni - er ţetta Spaugstofan ??
Ég frétti af 72ja ára gömlum manni sem missti 30 milljónir í ţessum sjóđum. Honum var eindregiđ ráđlagt ađ kaupa í sjóđi í stađ ţess ađ geyma ćvisparnađinn á öruggri bók. Ég hef persónulega ekki tapađ mínum sparnađi, sem betur fer.
En ég hef gríđarlega samúđ međ öllum Íslendingum sem ţví miđur voru blekktir af misvitrum bankamönnum, sennilega dyggilega hvattir af eigendum sínum.
Mistök og afsökunarbeiđni er ekki nóg. Viđ eigum rétt á ţví ađ vita til hvers ţessir fjármunir voru notađir. Ţađ verđur ađ framkvćma erlenda, óháđa, rannsókn STRAX. Ţađ verđur aldrei fallist á ţađ ađ útrásarvíkingarnir fái hér allt upp í hendurnar aftur og skuldir ţeirra verđi afskrifađar. Fólkiđ í landinu, sérstaklega ţau sem hafa misst allan ćvisparnađinn sinn á ţessa skilyrđislausu kröfu. Ráđamenn mega ekki glata tćkifćrinu sem býđst núna til ađ rannsaka allt sukkiđ sem fram fór á vegum bankanna.
![]() |
NBI og Landsvaki viđurkenna mistök |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.