Heyr, heyr !!!

Tæpitungulaus ræða hjá bæjarstjóranum,  hvert einasta orð sannleikur.  Get ekki verið meira sammála manninum.

 


mbl.is Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er vissulega karlmannlega talað enda er þessi gaur á svipinn eins og sá sem meinar það sem hann segir - en er þetta raunhæft? Ég held ekki, því miður. Alþjóðasamfélagið setti okkur stólinn fyrir dyrnar. Það var farið með okkur eins og hvern annan óþekktaranga sem brýtur rúðu og ætlar svo að hlaupa burt. Nei, það lendir á okkur að borga þetta. Niðursveiflan ætti samt ekki að vara lengi, en því miður eru vissar líkur á því að Bandaríkin og England eigi eftir að sökkva dýpra og það mun hafa áhrif á efnahag okkar.

Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þess vegna verður strax að koma upp um þessa útrásarsvikamyllu alla.  Bara alveg í einum grænum, erlenda óháða rannsókn.  Ég er sannfærður um að hún muni sýna hvernig þessir útrásarvíkingar hafa komið þjóðinni á hausinn með glannaskap og rugli. Ekki einn einast þeirra biðst afsökunar, jú Bjarni Ármanns, og er hann meiri maður fyrir vikið,  þó stóra sök eigi.  Sjáðu nú bara nýjasta dæmið með Kjalar, skammast þessir menn sín ekki neitt  ??

Samt er margt annað í grein mannsins, t.d. það hvernig gildismat fólks kemur til með að breytast - til baka - og það er mín persónulega skoðun að það sé okkur öllum hollt. 

Þetta rugl með að það þurfi að hlaupa út í búð og kaupa flatskjá - af því að það er matarboð í kvöld, þetta er sem betur fer á enda.

Og fyrir mér er þessi bankaútrásarstarfsemi ekkert annað en brask, ef einn græðir þá tapar annar.  Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru okkar mikilvægustu atvinnugreinar að mínu mati, fólk verður bara að sætta sig við það hvar við búum og af hverju við lifum. 

Við - eða öllu heldur ÞEIR - voru greinilega ekki klárustu bankamenn í heiminum, það var margbúið að vara við því, en enginn hlustaði.

Sigurður Sigurðsson, 9.1.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, ég skil nákvæmlega ekkert í hvers vegna þeir fengu ekki útlenda sérfræðinga strax til að ganga í málið, helst af öllu vildi ég sjá menn á vegum þessa Alþjóðagjaldeyrissjóðs, því enginn gæti sakað þá um hlutdrægni. Geir hefði átt að gera þetta um leið og hann setti neyðarlögin. Mikil mistök, held ég.

Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband