Setjið manninn á 200 þúsund kallinn
16.1.2009 | 12:25
Er þetta ekki skattfrjálst. Og allur kostnaður greiddur af ríkinu hvort sem er.
Varla þarf hann meira en 200.000 til að leggja inn á bók á mánuði.
Ég meina 1500 þús á mánuði fyrir að dásama útrásina, í hvaða leikriti er þessi þjóð stödd ??
Laun forseta verða lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Forsetinn borgar skatt, launin voru skattfrjáls en því var breytt fyrir nokkrum árum (og auðvitað hækkuð í leiðinni um það sem nam skattinum).
Öll útgjöld eru greidd nema persónuleg eyðsla.
Síðan er frúin ekkert fátæk.
Karma (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:57
Forsetinn og fjármálaráðherra brjóta stjórnarskrá Íslands með þessu. Forsetinn hefur ekki vald til að semja um kjör embættisins. Þetta er hættulegt fordæmi og enn eitt dæmið um að valdsmenn fylgi ekki lögum.
9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.
Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum.
Úlfljótur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:03
úlfljótur...
það er nú verst ef að það er "hættulegt forsæmi" að brjóta þau lög að lækka laun forseta..
en já...
Karma..
bara vegna þess að þú segir
"Síðan er frúin ekkert fátæk."
mundir þú vilja að þín laun væru ákveðin eftir því hvað fjölskylda þín hefði í laun ?
eða maki þinn ?
bara svona að svo að þíð vitið það, þá tel ég á sinn hátt þetta blessaða forsetaembætti gagnslaust, og sérstaklega tel ég að það sé alltof mikið af peningum mokað í það..
en samt sem áður.. menn verða að geta horft á málið frá báðum hliðum
Árni Sigurður Pétursson, 17.1.2009 kl. 07:47
Árni:
Ég sagði aldrei að lækka ætti launin hans þar sem konan hans væri vel stæð. Var einfaldlega að minnast á að þó laun forsetans yrði lækkuð myndi hann ekki svelta.
En til að svara spurningu þinn: Það erfitt að meta kjör forsætisembættisins við alla launamenn enda er embættið sérstætt að mörgu leyti. En í stuttu máli þó get ég fullyrt að ef ég hefði 1.800þús á mánuði frá ríkinu og konan mín nú eða bara ég sjálfur væri vellauðugur myndi ég glaður vilja að laun mín væru lækkuð þegar launagreiðandi minn er orðinn gjaldþrota.
En það er bara ég....
Annars er Ólafur að óska eftir þessu sjálfur.
Karma (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.