Hvað segja ESB sinnar nú ????

Danmörk er í ESB. 

ESB er fyrirheitna land sumra, bara af því að þeir vilja eitthvað annað.

Hvað segja þeir nú, ESB sinnar, þegar allt er að fara í kalda kol í Evrópu ???

Verum bara sjálfstæð áfram !!!!


mbl.is Fasteignaverð hrynur í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

ESB hvað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2009 kl. 14:43

2 identicon

Hva ?!???  Átti ekki ESB-aðild að vera gulltrygging gegn kreppu ??? 

Og hvað sjáum við um gjörvalla ESB-blokkina?? - Efnahagslegir erfiðleikar í Grikklandi, Spáni, Írlandi, Búlgaríu, Lettlandi, Litháen, Portúgal og víðar, og allt eru þetta ESB ríki.

Nei, ESB er eins og Títanic.  Það lítur út til að vera voðalega flott, en það hefur ýmsa veikleika sem geta orðið því að falli eins og Títanic.

Títanic var klassa skipt og það er ESB líka.  Á 1. klassa er lönd eins og Þýskaland, Bretland, Fraklland og Belgía.  Á 2. klassa eru lönd eins og Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Austurríki og nokkur önnur, en á 3. klassa eru lönd eins og Ítalía, Spánn, Pólland, Portúgal, Grikkland, Búlgaría, Lettland, Litháen og mörg önnur ný ESB-ríki (Ísland yrði þarna líka). 

Í þessu lagskipta skipti sem ESB er hver sjálfum sér næstur þegar að hamförum kemur.  Við höfum séð það undanfarið.

Björng G. Jónasson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:05

3 identicon

Hvernig í ósköpunum tekst þér að ná þessari tengingu. Að húsnæðisverðið hér í Köben sé eitthvað tengt ríkjasambandinu ESB???

Þetta var fyrir neðan allar hellur þessi tenging hjá þér Sísí... því miður.

IS (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:06

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Þetta  er algjör vittleysa  sé enga alls enga tengingu. Og annað við verðum alltaf sjálfstæð þjóð hvað sem ESB líður

Gylfi Björgvinsson, 21.1.2009 kl. 15:19

5 identicon

ESB er ekki gulltrygging gegn kreppu. ESB eykur hins vegar líkurnar á stöðugleika.

Ég get lofað þér, að þótt það sé bullandi kreppa í ESB, þá kostar brauðið, mjólkin, og jafnvel bjórinn það sama og fyrir ári síðan.  Sömuleiðis eru afborganir (húsnæðis)lána þær sömu (ég þekki einn með 4.000.000 DKK lán, og greiðslubyrðin hefur hækkað um 50 DKK á ári).

Þetta er það sem ESB færir okkur, og kreppan núna í DK sýnir okkur að þetta virkar !!!!!! Fólk á í sig og á þrátt fyrir kreppu, það sama má ekki segja hér !

ég er annars sammála athugasemdum #3 og #4.

kveðjur,
Gunnar

Gunnar G (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:18

6 identicon

Já, kannski kemur einhver stöðugleiki í byrjun með ESB en til lengri tíma þegar búið er að hirða auðlindirnar okkar, t.d. þurka upp fiskimiðin, virkja allt sem virkjað getur til að búa til orku fyrir Evrópu þá sé ég bara svart framundan.

Ég segi líka nei við ESB enda er ég ekkert viss um að ESB verði aðlagandi kostur í lok þessa árs, held að allt verði í upplausn og e.t.v. ekki lengur til í þeirri mynd sem það er í nú

Auðbjörg (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Jón Arnar

Hér var t.d mín litla íbúð í K-höfn búin að hækka úr 780.000DKR í 2.200.000DKR á fimm árum! Fór hún að síga niður og normaliserast á henni verðið svona upp úr miðju árinu 2006 þegar allt fór að fyllast af nýbyggðum íbúðum hér Svo ekki var það ESB að kenna sú sveifla heldur F/E verðmyndun

Ekkert fann ég svo fyrir vaxtabreytingu á afborgununum á henni nú um áramótin og svei mér ef ekki maturinn sé farinn að lækka líka = heill kjúlli fékkst hér dag á 29DKR en í fyrra var hann oft á 55-59Dkr

Jón Arnar, 21.1.2009 kl. 19:23

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Allir ESB sinnar sem hér skrifa og dásama stöðugleikann sem okkur mun hlotnast:

Fylgist þið ekki með fréttum frá löndunum sem eru í ESB.  Er ekki breska bankakerfið að niðurlotum komið ??  Hvernig munu þeir fara í gegnum þessa alheimskreppu.  Við eigum eftir að sjá Breska heimsveldið skaddast gríðarlega og í framhaldinu Þýskaland og Frakkland, svo ég tali nú ekki um Portugal, Spán og Grikkland, sem ramba á barmi gjaldþrots.  Nú og Írland.

Reynum nú að horfa á þetta raunsætt.  Það kemur enginn stöðugleiki á Íslandi um leið og við samþykkjum inngöngu í ESB, sem ég tel að við gerum reyndar aldrei, eftir að þjóðin hefur kynnt sér málið til hlítar og komist að sömu niðurstöðu. 

Eins og ég hef sagt áður þá hef ég átt fjölda samtala við venjulegt fólk t.d. í Tékklandi og Þýskalandi í ferðum mínum þangað.  Þetta fólk eru t.d. leigubílstjórar og fólk á götunni.  EKki einn aðili hefur mælt með þessu ríkjasambandi og þaðan af síður Evrunni.

Ég tek mark á þessu venjulega fólki í ESB löndunum.  Ekki á einhverjum skriffinnum í Brussel. 

Sigurður Sigurðsson, 21.1.2009 kl. 22:39

9 identicon

Heyr heyr!!!

Íris (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband