Taugaveiklun Samfylkingarinnar !!!
17.9.2009 | 18:14
Merkilegt þegar stjórnarsinnar eins og Jón Ingi koma hér fram og tala um taugaveiklun bloggara. Skilur ekki maðurinn að Alþingi hefur samþykkt fyrirvara við Icesave samningana - punktur og basta. Hollendingar verða einfaldlega að samþykkja fyrirvarana - annars er ENGINN samningur.
Það er eins gott að tókst að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina í málinu, þótt helzt hefði átt að hafna samningunum alfarið.
Og það er eðlilegt að fólkið í landinu sem á að borga skuldirnar fái að vita hvaða "hugmyndir" þjóðirnar eru að koma fram með. Allir eru vitaskuld skíthræddir við að annað eins klúður verði framkvæmt eins og samningurinn sem Skattagrímur lagði fyrir Alþingi og taldi bezta kostinn í stöðunni !!!
Jón Ingi Cæsarsson verður einfaldlega að sætta sig við það að bloggarar eru líka Íslendingar og þeir þurfa að borga þessar óreiðuskuldir sem VG og Samfylkingin sömdu um !!
Óska eftir trúnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2009 kl. 12:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.