Virkilega ljót saga

Við lestur greinarinnnar eftir Þór Magnússon í Morgunblaðinu í gær fylltist ég hálfgerðu ógeði á þessu tilbúna draugatrúarpakki sem notar sér vantrú og fákunnáttu fólks til að plokka af því peninga - svo ég tali nú ekki um á jafn ógeðslegan hátt og þar kom fram.

En gott að þarna komst upp um svikamylluna og mikið hljóta þeir nú að skammast sín sem reka þessa lygaþjónustu - gangandi um með saklaust fólk og ljúga sögum upp á enn saklausara fólk - látið barn og fjölskyldu sem aldrei getur borið hönd fyrir höfuð sér ?

Vonandi verður þessi gjörningur ekki endurtekinn !!!


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú eiginlega eins og þessi Draugaferðagaur sé að gera fólki greiða - hafa peninga af fíflunum sem trúa þessari vitleysu!

Gulli (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Hér sannast berlega, að sumum er ekkert heilagt,  þegar gróðavon er innan seilingar. En hér er farið illa yfir strikið, og mál að linni.

Stefán Lárus Pálsson, 5.12.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem leiðsögumaður útskrifuðum frá Leiðsöguskóla Íslands 1992 fannst mér þessi framganga „leiðsögumanns“ í grein Þórs Magnússonar fyrir neðan allar hellur. Þarna er greinilega verið að hafa saklaust og grunlaust fólk að féþúfu með uppdiktaðari frásögn sem tengist minningu ungrar konu sem átti að hafa látist vofeiflega. Eðlilega taka aðstandendur slíku mjög illa og spyrja hvers vegna getur svona átt sér stað.

Leisögumenn hafa lengi vel reynt að fá löggildingu fyrir starfsheiti sínu en án árangurs. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði yfirstjórn bæði menntamála og samgöngumála en Ferðamálaráð átti og rak Leiðsöguskólann lengi vel, þá kom aldrei til umræðu að taka þetta sjálfsagða erindi upp. Allt átti að vera sem frjálsast og ekki mætti leggja steina í götu þeirra sem vildu vinna þessi störf hvort sem þeir væru til þess menntaðir eða ynnu sín störf eftir siðareglum.

Eitt af grundvallaratriðum löggildingar starfsheitis er að viðkomandi félag hafi góðar og sanngjarnar siðareglur sem félagsmenn skuldbinda sig að starfa eftir.

Hlutaðeigandi gervileiðsögumaður ber að biðja aðstandendur, Félag leiðsögumanna sem og alla þá sem hafa verið hafðir af fíflum afsökunar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, enn leiðsögumenn um allan heim eru löggiltir lygarar.  Ég hef að vísu aldrei verið á ferðalagi á Íslandi með leiðsögumönnum.  Af hverju ætti leiðsögumaður ekki að ljúga? Fylgir það ekki þessari vinnu?

Það er nákvæmlega ekkert sem þarf að afsaka í þessu máli... vill fólk trúa á drauga eða jólasveininn, er það öllum frjálst. T.d. trúi ég að Steingrímur ráðherra sé jólasveinn sem hafi verið rekin að heiman af Grýlumömmu, og að Jóhanna ráðherfa sé vofa. 

Má ég ekki trúa þessu ef ég vil? Aldrei að vita nema það sé satt..

Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband