RÚMLEGA 30.000 UNDIRSKRIFTIR

Skyldi það vera nóg til að vekja upp útrásardrauginn á Bessastöðum ???

Vonandi fara undirskriftirnar í 50 þúsund áður en yfir lýkur.

 


mbl.is Tæplega 30 þúsund áskoranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Vorum að ná undirskrift nr. 30.000 (á ca 11 dögum)! En já, vonandi náum við 50.000 sem fyrst!

Reynir Jóhannesson, 7.12.2009 kl. 12:21

2 identicon

Þessi listi er fullkomlega ómarktækur, því það getur hver sem er skráð hvern sem er á listann. Það er meira að segja óþarfi að hafa þjóðskrána opna fyrir framan sig við slíka iðju: ég gæti, ef ég vildi, setið við í allan dag og belgt út listann með hinum og þessum uppdiktuðum nöfnum og uppdiktuðum kennitölum. Standard þessa lista er núll.

jónas (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Frábært Reynir - svo sannarlega vona ég að 50 þúsundum verði sem fyrst náð.

Jónas er ekki svaraverður að þessu sinni.

Sigurður Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 12:43

4 identicon

Gætirðu, Reynir, skýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þessi mjög svo eðlilega ábending mín er ekki svaraverð? Því það er jú einfaldlega staðreynd að hver sem er getur skráð hvern sem er á indefencelistann, sem og uppdiktað hvern sem er og sett á listann. En að það þyki ekki svo mikið sem svaravert passar reyndar fullkomlega við standard þessa lista.

jónas (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 13:10

5 identicon

Já það er rétt hjá þér Jónas, skráningu á listann þarf klárlega að bæta. Hitt er annað að þetta ætti þó vissulega að gefa hugmynd um vilja þjóðarinn. Greinilega eru mjög margir á þeirri skoðun að ekki eigi að ganga að Icesave samkomulaginu. Persónulega er ég ekki hlyntur þessu samkomulagi. En þú ert þú hlyntur, ef svo er, afhveru þá? Rökstuddu vinsamlegast.

Ekki Jónas (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 14:15

6 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er reglulega farið yfir listann og allar falsanir hreinsaðar út. Ég tók eftir þessu strax í byrjun og sendi strax ábendingu á indefence og eftir tvær mínútur voru þessi nöfn hreinsuð út.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 7.12.2009 kl. 15:33

7 identicon

Halldóra mín, það getur hver sem er setið við og skráð fólk á listann. Svo einfalt er það. Þeir á indefence vita ekkert hvort fólk hefur skráð sig sjálft eða verið sett á listann. Listinn er altso með öllu ómarktækur.

jónas (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:38

8 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er alveg rétt hjá þér... Það má falsa alla undirskriftalista, en þeir sem það stunda ættu að vita það að slíkt varðar við lög.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 7.12.2009 kl. 16:43

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek undir að Jónas er ekki svara verður. En mikið ánægju efni yrði það ef þessi tala héldi áfram upp í 50.000 . Er hrædd um að margir geri sér ekki almennilega grein fyrir því hversu alvaralegt þetta er, og þegar þetta leggst á herðar okkar af fullum þunga, strax efti áramót, og svo næstu á eftir í auknum sköttum. Ekki er það glæsilegt. Svo að þjóðin á að hafa loka orðið í þessu ef Alþingi hafnar þessu ekki alfarið. Það er ekki okkar að greiða þennan reikning ICESAVE. En maður hangir í von um að þeir allir sem einn hendi þessu út. Maður skildi halda að það yrði að hlusta á okkur Þjóðina. Réttlætið á að vinna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband