Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Glæsilegur frambjóðandi
31.1.2009 | 21:26
Sennilega óttast andstæðingar okkar Sjálfstæðismanna hann mest. Enda er maðurinn bæði rökfastur og vel máli farinn.
Til hamingju Sjálfstæðismenn með að eiga val um slíkan forystumann.
Bjarni staðfestir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ertu strax farinn að afsaka þig - STEINRÍKUR
31.1.2009 | 21:06
Mikið hlýtur fæðing þessarar samsuðu kommastjórnar þinnar að hafa verið erfið. Þú ert algerlega búinn á því og byrjar ekki ráðherraferilinn glæsilega, með endalausum afsökunum. Strax kominn í kosningaham þar sem þið munið heldur betur þurfa að kljást við Framsóknarflokkinn og Baugsklíkuna.
Enda ekki við öðru að búast, flokkur neikvæðra og útrásarspilltra komnir saman í stjórn með þegjandi samþykki glæpahyskisins úr gömlu framsókn.
Guð blessi íslenzku þjóðina.
Lofum engum kraftaverkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
FARSI ÁRSINS !!!!!!!!! - ÞVÍLÍK VITLEYSA
31.1.2009 | 18:37
Hvernig á nú að vera hægt að horfa upp á þennan hringlandahátt öðruvísi en að gráta. Ef þetta leikrit átti að vera fyndið, þá mistókst það hrappallega.
Ég er farinn að hlakka til kosningabaráttunnar í vor. Þá væntanlega kemur þessi bullandi ágreiningur allur upp á yfirborðið.
Kannski sem betur fer, ég held að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir nái meirihluta á Alþingi í vor.
Framsókn fundar að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverskonar byrjun er þetta eiginlega ???
31.1.2009 | 16:17
Maður á nú bara varla til orð yfir þetta rugl.
Það er eins og fólk sé að byrja í stjórnmálum, veit þetta hyski ekkert út á hvað þetta gengur ??
Alveg dæmigert fyrir 3ja flokka ríkisstjórn, þetta er ekkert annað, þar sem Framsókn setur hin ýmsu skilyrði. Svona vinstrikommúnistastjórn verðum við að afþakka eftir kosningarnar í vor.
Vinstri mönnum er greinilega alls ekki treystandi, hvort sem það er í sveitarstjórnar- eða landsmálum.
Samfylking beitti klækjabrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Því miður Skotar, ósk ykkar verður ekki uppfyllt !!!!
31.1.2009 | 14:15
Við Íslendingar viljum fá að halda fullum yfirráðarétti yfir auðlingum okkar til sjávar og sveita.
Þau skilyrði eru óaðgengileg af hálfu ESB.
Útkoman úr þessari þríliðu er að við göngum EKKI í ESB.
Þannig að skoskum sjómönnum verður ekki að ósk sinni, sem betur fer fyrir okkur Íslendinga.
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfið fæðing - hefur það með eitthvað að gera með verkstjórnina ????
30.1.2009 | 15:56
Er framsóknarflokkurinn að renna á rassgatið með stuðninginn við þetta kommabandalag ? Það virðist vera miðað við nýjustu fréttir.
Afskaplega hefur Sigmundur Davíð hlaupið á sig núna, vildi baða sig athygli í kjölfar formannskosningar, en sér núna að hann hefði betur haft hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi.
Vonandi hafa þeir framsóknarmenn vit á því að bakka með þennan stuðning !!!!!
Ný ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjum er ekki sama um þetta sorprit ???
30.1.2009 | 11:58
Er ó(Hreinn) að fara á hausinn með þetta drasl ???
DV hættir útgáfu á mánudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
NEI TAKK - SAMA OG ÞEGIÐ
30.1.2009 | 08:48
Meirihluti Íslendinga vill ekki aðild að Evrópusambandinu.
Það þýðir ekkert að koma með svona tilboð, við viljum vera sjálfstæð þjóð og njóta sjálf þeirra auðlinda sem land og hafsvæði gefur okkur. Á því byggist tilvera okkar, en ekki á misvitrum bankamönnum og mér er alveg sama hvað þeir fengu háa einkunn í viðskiptafræðinni !!!!!
Framundan er olíuvinnsla á Drekasvæðinu, ef rétt reynist þá munu verðmætin vera í kringum 400 faldar þjóðartekjur Íslendinga í dag.
Látum nú ekki ESB veldið, sem er að hruni komið, villa um fyrir okkur Íslendingum. Við megum ekki glata sjálfstæði okkar hvað varðar ákvörðunarrétt yfir auðlindum okkar.
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðlækkun STRAX á bensíni og dísilolíu - takk fyrir
29.1.2009 | 18:06
Vertu nú fljótur til Hermann og lækkaðu verðið strax.
Þú vinnur þér inn mörg prik með því - loforð !!!
Gengi krónunnar styrktist um 2,01% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jæja, hvað segja snillingarnir núna, Ólafur Ísleifsson, Edda Rós og fl.
29.1.2009 | 12:08
Hvernig bregðast þeir nú við sem hafa gagnrýnt Seðlabankann sem mest, liðið sem taldi Icesave reikningana vera viðskipti ársins 2007 ??
Furðulegt að þetta hyski skuli enn hanga í starfi, hefur Háskólinn í Reykjavík engan metnað, ég bara spyr ?????????????
Vildu lækka vexti en ekki IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |