Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Virkilega ljót saga

Við lestur greinarinnnar eftir Þór Magnússon í Morgunblaðinu í gær fylltist ég hálfgerðu ógeði á þessu tilbúna draugatrúarpakki sem notar sér vantrú og fákunnáttu fólks til að plokka af því peninga - svo ég tali nú ekki um á jafn ógeðslegan hátt og þar kom fram.

En gott að þarna komst upp um svikamylluna og mikið hljóta þeir nú að skammast sín sem reka þessa lygaþjónustu - gangandi um með saklaust fólk og ljúga sögum upp á enn saklausara fólk - látið barn og fjölskyldu sem aldrei getur borið hönd fyrir höfuð sér ?

Vonandi verður þessi gjörningur ekki endurtekinn !!!


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fávitar uppi í stýrishúsi ??

Hvað er eiginlega að þessu hyski sem á að heita stjórnendur þjóðarinnar ?? 

Þjóðin hefur greinilega kosið yfir sig tóma rugludalla sem EKKERT kunna til verka.  Það sést best á kúvendingu Skattgríms og félaga í Icesave og ESB málum.

Þessu liði þarf að fleygja sem ALLRA FYRST út úr stjórnarráðinu og fá þangað fólk sem KANN EITTHVAÐ !!!!!


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Semsagt - Sigmundur Ernir brást gersamlega !!!

Sigmundur hlýtur að taka tappann úr rauðvíninu í kvöld og svolgra í sig úr bokkunni í einum teig. 

Auðvitað meinti Steingrímur að Sigmundur hefði algerlega brugðist sem fréttamaður Baugsveldisins til nokkurra ára.

Bara eitt ráð til Sigmundar Ernis:  "Hugsaðu áður en þú talar næst" 

 


mbl.is „Mikilvægt að fjölmiðlar bregðist ekki aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú vildi ÉG eiga Ámuna !!!!

Mikið vona ég að nú hlaupi rækilega á snærið hjá Ámunni - það er alveg ljóst að landinn mun ekki sætta sig við þessar skattahækkanir Skallagríms - og því er ekki annað eftir en að drífa fram bruggkútana og búa til sitt eigið rauðvín sjálfur.

Skyldi Sigmundur Ernir vera búinn að  birgja sig upp ???

 


mbl.is Áfengisverð hækkar um 5-8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær kemur ríkisstjórnin til meðvitundar ??

Ætlar þessi vinstristjórn ekki að hlusta á alla helstu lögfræðinga landsins ? 

Á bara að vaða áfram með þetta ólánsmál þvert gegn vilja þjóðarinnar ??

Allir sannir íslendingar verða nú að koma fram og mótmæla þessu afsali stjórnarinnar á hluta fullveldisins.  Enginn má láta sig vanta í þeirri baráttu - ENGINN !!!

 

 


mbl.is Icesave skerðir fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband