Stærsta spillingarmafían - FRAMSÓKN
21.1.2009 | 22:57
Það er ekki skrýtið að Framsóknarflokkurinn, í kjölfar hreinsunarinnar, sem engin er, komi núna fram og bjóði vinstri stjórn stuðning sinn.
Málið er að spillingin tengist svo mjög Framsóknarflokknum, tökum sem dæmi milljarðamillifærslurnar úr Kaupþingi gamla, allt tengt Framsóknarmafíunni (S hópnum - Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, o.s. frv.)
Auðvitað vill flokkurinn fyrir alla muni komast að til að hylma yfir þessa spillingu og öflin tengd flokknum haldi áfram yfirráðum yfir fyrirtækjunum sínum, sem þeir flestir hafa meira eða minna keyrt í þrot með endalausum erlendum lántökum og stöðu gegn íslensku krónunni.
Nei, Jónína Benediktsdóttir, þú ættir nú manna best að vita það að fólk sér í gegnum þennan leikaraskap. Það hefur þú gert fram að þessu og ég bið þig um að halda áfram að standa vörð um sannleikann. Ofangreindum mönnum er alls ekki treystandi og á meðan ég sé ekki sönnur fyrir því að þeir séu horfnir á braut úr Framsóknarflokknum, þá treysti ég aldrei X-B.
Að sjálfsögðu viljum við að kosningar fari fram svo þjóðin geti gert þessi mál upp. En það þýðir ekki að gera það á þessum forsendum þannig að almenningur eigi á hættu að Kaupþingsmafían geti mokað holuna og kastað viðbjóðnum í hana og kveikt í þannig að málin verði ekki á endanum rannsökuð.
Kjósum heldur næsta vetur eftir að 1. áætlun um endurreisnina er lokið í samstarfi við IMF og vonandi að rannsóknarnefndin verði búin að fletta ofan af spillingunni í bankakerfinu.
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.