Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Framsóknarmafían
28.11.2008 | 20:57
Hér á ég, sem betur fer, ekki hagsmuna að gæta. En hugur minn er hjá öllu því góða fólki sem stóð með þessu félagi alla tíð. Framsóknarmafían er söm við sig, búin að ræna heiðarlegt fólk, með hjálp vina sinna í Kaupþing. Þetta mál verður að rannsaka STRAX.
Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gylfi ! Hunskastu sjálfur í burtu
27.11.2008 | 13:35
Gylfi Arnbjörnsson á sjálfur að hunskast í burtu, hvar var þessi maður þegar laun ofurforstjóranna og bankastjóranna voru til umræðu, af hverju beinir hann ekki kröftum sínum í þágu vinnandi fólks, t.d. í umræður um verðtrygginguna o.s.frv. Hann hefur ekki hjálpað launafólki síðustu árin, sennilega verið sjálfur á kafi í sukkinu eins og starfsbróðir hans hjá VR. Segðu sjálfur af þér Gylfi !!!
Undrandi á forseta ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæsilegt Björn Bjarnason
26.11.2008 | 17:57
Loksins kom það fram sem ég held að stór þögull meirihluti þjóðarinnar, sem ekki lætur teyma sig áfram í skoðanakönnunum, telur að sé forgangsatriði. Og mér finnst sérstaklega glæsilegt að skammarræða Björns Bjarnasonar yfir SJS í gær á Alþingi hefur greinilega hreyft við hlutum. Komið honum til að skilja það að ef hann vill vera alvöru stjórnmálamaður þá á hann að fylgja eftir góðum þörfum málum, ekki alltaf vera á móti bara til að vera á móti.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Magnússon ótrúverðugur
26.11.2008 | 08:55
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Má ALLS EKKI gerast, Geir Haarde
24.11.2008 | 09:09
Í fyrsta lagi er það algert grundvallaratriði að opinber rannsókn með aðkomu erlendra aðila fari fram sem allra fyrst. Sömu menn og ollu bankahruninu mega ekki eignast þessa hluti fyrr en slíkt uppgjör hefur farið fram og hverjum steini flett við. Í annan stað finnst mér það alveg fráleitt aö sama framsóknarklíkan, sem rústaði fyrri banka, setjist aftur að stólunum. Tilgangurinn er eingöngu að koma í veg fyrir að fyrra sukk verði opinberað. Þetta verður að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum, hvað sem það kostar.
Vilja Kaupþing í Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin - sundurfylkingin
21.11.2008 | 10:59
Flokkurinn er greinilega jafnklofinn og áður. Hvernig er nú hægt að treysta svona sundrungarflokki ?? Þessir 2 ráðherrar eiga segja af sér ekki seinna en strax.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HÆTTU AÐ LJÚGA - ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
18.11.2008 | 21:55
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
TRÚVERÐUGLEIKI - JÁ SÆLL
18.11.2008 | 21:39
6 fundir með seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðstjórn strax - Davíð Oddsson forsætisráðherra
12.11.2008 | 16:55
Engin spurning, nú þarf þjóðstjórn og það strax. Ég vil strax sjá Davíð Oddsson sem forsætisráðherra og svo úrvalslið allra flokka með honum. Með þessu má slá niður allar fyrri deilur milli DO og ISG og sameina þjóðina gegn þeim sem vilja knésetja okkur. Í framhaldinu gera gjaldeyrisskiptasamninga við þá sem vilja styðja okkur, enda munu auðlindir okkar, núverandi og tilvonandi, bjarga okkur í gegnum þessar þrengingar. Tilvonandi olíulindir fyrir austan eru gersemin okkar, við megum ekki glata yfirráðum yfir þeim vegna fljótfærnislegra ákvarðana. Öll eigum við svo að hætta að tala niður krónuna, sameinast frekar um hana og hafa bjartsýni og kærleik að leiðarljósi. Gleymum ekki börnunum okkar, þau mega ekki verða fyrir skaða í allri þessari bölsýnisumræðu.
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarviðtal
8.11.2008 | 22:07
Jæja, enn einu Framsóknardrottningarvinaviðtalinu lokið, enn og aftur er það Davíð sem er óvinur nr. 1. "eftir á að hyggja og svo framvegis og svo framvegis" viðtal. Launin í geiranum voru ekki há miðað við sambærileg laun annars staðar en samt mjög há miðað við almúgann. Hverskonar réttlæting er þetta, er maðurinn algerlega veruleikafirrtur, ég bara spyr. Hvernig væri nú að Björn Ingi fengi Dabba í þáttinn til að útskýra sína hlið mála. Annars er það mín skoðun að útbrunninn borgarpólitíkus, sem þarf að hrökklast frá og segja sig frá borgarmálefnum, sá sem var næstum því búinn að selja þekkingarvitið úr OR í hendur auðmanna, eigi yfir höfuð ekki að vera þess trausts verður að vera með þátt um fjámál í sjónvarpi, en þó ekki að furða að hann hafi fengið inni hjá Baugsveldinu, nema hvað ??
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |