Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ömurleg tilhugsun - Baugsmogginn ????

Það er ömurleg tilhugsun fyrir alla frjálsa umræðu ef allt fjölmiðlaveldi á Íslandi verður á hendi einnar fjölskyldu. 

Þá vil ég endurvekja gömlu flokksblöðin, ég held að gamla Þjóðviljalygin sé hreinn og beinn barnaskapur samanborið við það sem nú tíðkast, því miður.

 


mbl.is Viðræður um sölu á Árvakri að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljörðum skotið undan - hættum að versla við þá !!!!!!

Var að lesa um það á textavarpinu að öruggt væri að milljörðum hefði verið skotið undan til skattaparadísa fyrir hrun bankanna, að sögn skattrannsóknarstjóra.  Sem mann hafði svosem lengi grunað.

Nú óskum við, þ.e. þeir Íslendingar sem þurfum að hreinsa upp skítinn eftir þessa útrásarfugla og sukkara, eftir því að fá upplýsingar um það hverjir þessir einstaklingar eru.  Í framhaldinu skora ég á alla að hætta að versla við fyrirtæki þessara manna á Íslandi.  Ef t.d. Jón Ásgeir verður uppvís að þessu, nú þá eiga menn að hætta að versla við Bónus og Hagkaup.  Ef Ólafur Samskipaforstjóri er uppvís að þessu, nú þá eiga menn að hætta að flytja vörur með Samskip.   Ef Bjöggi Thor er uppvís að þessu, nú þá skora ég á íslenzka ríkið að hætta að niðurgreiða lyf frá Actavis. Og þannig koll af kolli.  Ef þetta eru Sigurður Einarss og Hreiðar, nú þá á bara að reka þá úr landi, enda eru þetta landráðamenn. 

Og gera eignir þessara manna upptækar - STRAX.

Nú verðum við að sýna það í verki, landsmenn, að við munum ekki líða þessum mönnum að komast upp með þetta.  Þeir skulu ekki fá að sitja að milljörðunum, en við hin borga.  Nei takk.


Af hverju lækkar ekki verðið á Íslandi meira ???

Komið nú með haldbæra skýringu á þessu strax, olíu- og bensínsalar !!!!!!


mbl.is Olían lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök - Nei takk

Mistök og afsökunarbeiðni - er þetta Spaugstofan ?? 

Ég frétti af 72ja ára gömlum manni sem missti 30 milljónir í þessum sjóðum.  Honum var eindregið ráðlagt að kaupa í sjóði í stað þess að geyma ævisparnaðinn á öruggri bók.  Ég hef persónulega ekki tapað mínum sparnaði, sem betur fer.

En ég hef gríðarlega samúð með öllum Íslendingum sem því miður voru blekktir af misvitrum bankamönnum, sennilega dyggilega hvattir af eigendum sínum.

Mistök og afsökunarbeiðni er ekki nóg.  Við eigum rétt á því að vita til hvers þessir fjármunir voru notaðir.  Það verður að framkvæma erlenda, óháða, rannsókn STRAX.  Það verður aldrei fallist á það að útrásarvíkingarnir fái hér allt upp í hendurnar aftur og skuldir þeirra verði afskrifaðar.  Fólkið í landinu, sérstaklega þau sem hafa misst allan ævisparnaðinn sinn á þessa skilyrðislausu kröfu.  Ráðamenn mega ekki glata tækifærinu sem býðst núna til að rannsaka allt sukkið sem fram fór á vegum bankanna. 


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við ??

Ber ekki að þakka fyrir ef álögur okkar hækka ekki nú á tímum ??.  Hverslags málflutningur er þetta hjá minnihlutanum.  Er skattpíningin ekki nóg fyrir.  Er Samfylkingin búin að gleyma hversu mikið skuldir borgarinnar hækkuðu í tíð R-listans. 

Alfredo framsóknar hækkaði heita vatnið einn góðan veðurdag.  Rökin voru þau að það var búið að vera of heitt í veðri og vatnsnotkunin lítil.  

Svona R lista óstjórn kemur vonandi aldrei aftur. 

Þessi málflutningur er fyrir neðan allar hellur.


mbl.is Segja meirihlutann í borgarstjórn „ótengdan veruleikanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stjórnar Viðskiptaráði ????

Hefur Viðskiptaráð engar áhyggjur af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði.  Ég hef ekki séð Viðskiptaráð gagnrýna fákeppnina í heimi hinna einkareknu útvarpsstöðva. 

Ég er algerlega á móti því að einum yfirburðarmarkaðsráðandi aðila verði veittur yfirráðaréttur yfir öllum auglýsingamarkaðnum.  Þeir hafa sýnt það, svo ekki verður um villst, að þeim er ekki treystandi til að segja sannleikann. 


mbl.is Frestun frumvarps um RÚV misráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær kannski vinnu hjá Baugi ????

Tryggvi hlýtur að labba til Jóa og Jóns og fá vinnu.  Það þarf enginn að segja mér annað en að þeir, sem létu hann sjá um skítverkin fyrir sig, skjóti nú yfir manninn skjólshúsi og reddi honum einhverju starfi.

Annars veit maður aldrei,  sagt er að þeir stingi alla í bakið, sama hversu velviljaður viðkomandi er gagnvart þeim.

 


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta nokkuð símtal frá forsetaembættinu ????

Ég bara spyr ???
mbl.is Jólasveinn hringdi úr stærsta síma í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundurinn verður SVAKALEGUR

Ég leyfi mér að spá því hér og nú að þessi landsfundur verði einn sá svakalegasti í manna minnum.  Sjálfur er ég harður andstæðingur ESB aðildar og ég tel að ef ályktun landsfundarins verði sú að sækja beri um aðild þá muni flokkurinn klofna í herðar niður á augabragði. 
mbl.is Frekar kosningar en að láta undan dulbúnum hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður á að segja af sér

Þorgerður Katrín á að segja af sér.  Hún er með ummælum sínum búin að setja einhverja línu sem meirihluti sjálfstæðismanna er alfarið á móti.  Hún nýtur ekki míns trausts lengur.
mbl.is Formaður Sjálfstæðisflokks eyði misskilningi um landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband