Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Frábært - frábært
23.1.2009 | 21:35
Glæsileg barátta þín , Vilhjálmur, hefur þá skilað þessari niðurstöðu. Þó er ég enn uggandi þar sem þessir fuglar hafa áfrýjað málinu, vonandi verður niðurstaðan staðfest.
Fyrir mér er þetta fyrsta skrefið í því að það sem ég vil kalla Stóri - Glæpur gegn íslenzku þjóðinni verði opinberaður.
Óska þér til hamingju með að hafa unnið fyrri hálfleik. Vonandi get ég fagnað með þér eftir þann seinni.
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mótmælendaræfill - slæm birtingarmynd
23.1.2009 | 20:30
Því miður lýsir þetta hugarástandi lítils minnihluta ræfla sem eru litlir menn.
Þvílíkur karakter þessi mótmælandi. Í sama flokki og Hörður Torfason = AUMINGI
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úrhrak aldarinnar - þvílíkur manndómur Hörður !!!!
23.1.2009 | 15:33
Til hamingju Vilhjálmur, þú ert maður fólksins !!!!!!!!!
23.1.2009 | 12:58
Vil bara óska þér til hamingju Vilhjálmur, þó þetta sé bara byrjunin, væntanlega áttu eftir að ganga grýtta braut og margir útrásarvíkingar tilbúnir til að bregða fyrir þig fæti.
Við, sem höfum horft upp á þessa spillingu lengi, munum að sjálfögðu veita þér allan þann styrk sem við getum.
það verður að koma þessum svikahröppum bak við lás og slá.
Vilhjálmi dæmdar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breskur hroki !!!!!!!
22.1.2009 | 12:09
Ég held að þeir ættu frekar að þakka fyrir lopann sem landinn er að senda þeim. A.m.k. geta þeir ekki byggt almennileg hús og því þurfa gamalmennin að deyja úr kulda þó það komi smá hret. Geta ekki einu sinni bjargað því sjálfir.
Enda eru þessir bresku pappakofar bara rusl og einskis virði.
Hvað halda þessir forljótu nágrannar okkar að þeir séu eiginlega. Allir hálf tannlausir og úrkynjaðir.
Bretland er ekki Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HEYR - HEYR
22.1.2009 | 11:12
Loksins, loksins kom að því, nú kemur maðurinn fram og í raun viðurkennir að hafa ekki verið frjáls síðustu árin. Auðvitað hefur allur skynsamur almenningur skynjað þetta, en óttavaldið og húsbóndavaldið valdið því að Sigmundur, eins og svo margir aðrir, t.d. Egill Helga hafa ekki sagt orð fyrr en núna.
Til hamingju Sigmundur Ernir, einn besti blaðamaður landsins, nú ertu frjáls undan þessari glæpaklíku.
Ég hlakka virkilega til að heyra þínar skoðanir á næstunni og er sannfærður um að þú getur núna loksins leyst frá skjóðunni. Þú veist um margt misjafnt og þjóðin bíður eftir því að heyra sannleikann.
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað á þessi skríll að komastu upp með ???
22.1.2009 | 11:06
Það er með ólíkindum langlundargeð íslenzkra lögreglumanna. Ég skal hneigja mig djúpt fyrir þessari stétt manna og kvenna sem lætur þennan ofbeldislýð komast upp með það sem ég sá á myndum í gær. Sýnir mér enn og aftur að lögrelan er mönnuð úrvalsfólki sem hefur ekki yfirgang og ofbeldi að markmiði.
Ofbeldisfullir mótmælendur: "SKAMMIST YKKAR"
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stærsta spillingarmafían - FRAMSÓKN
21.1.2009 | 22:57
Það er ekki skrýtið að Framsóknarflokkurinn, í kjölfar hreinsunarinnar, sem engin er, komi núna fram og bjóði vinstri stjórn stuðning sinn.
Málið er að spillingin tengist svo mjög Framsóknarflokknum, tökum sem dæmi milljarðamillifærslurnar úr Kaupþingi gamla, allt tengt Framsóknarmafíunni (S hópnum - Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, o.s. frv.)
Auðvitað vill flokkurinn fyrir alla muni komast að til að hylma yfir þessa spillingu og öflin tengd flokknum haldi áfram yfirráðum yfir fyrirtækjunum sínum, sem þeir flestir hafa meira eða minna keyrt í þrot með endalausum erlendum lántökum og stöðu gegn íslensku krónunni.
Nei, Jónína Benediktsdóttir, þú ættir nú manna best að vita það að fólk sér í gegnum þennan leikaraskap. Það hefur þú gert fram að þessu og ég bið þig um að halda áfram að standa vörð um sannleikann. Ofangreindum mönnum er alls ekki treystandi og á meðan ég sé ekki sönnur fyrir því að þeir séu horfnir á braut úr Framsóknarflokknum, þá treysti ég aldrei X-B.
Að sjálfsögðu viljum við að kosningar fari fram svo þjóðin geti gert þessi mál upp. En það þýðir ekki að gera það á þessum forsendum þannig að almenningur eigi á hættu að Kaupþingsmafían geti mokað holuna og kastað viðbjóðnum í hana og kveikt í þannig að málin verði ekki á endanum rannsökuð.
Kjósum heldur næsta vetur eftir að 1. áætlun um endurreisnina er lokið í samstarfi við IMF og vonandi að rannsóknarnefndin verði búin að fletta ofan af spillingunni í bankakerfinu.
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað segja ESB sinnar nú ????
21.1.2009 | 14:38
Danmörk er í ESB.
ESB er fyrirheitna land sumra, bara af því að þeir vilja eitthvað annað.
Hvað segja þeir nú, ESB sinnar, þegar allt er að fara í kalda kol í Evrópu ???
Verum bara sjálfstæð áfram !!!!
Fasteignaverð hrynur í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já, næsta frétt á eftir er um 3 menn sem voru handteknir með kókosbollur.
Hvenær verða þessir útrásarvíkingar handteknir og settir á bak við lás og slá ?????
Hvar eru lög og réttur í þessu landi, eiga þessir menn bara að ræna öllu frá okkur hinum og komast upp með það ? Koma síðan aftur eftir nokkur ár og kaupa allt til baka fyrir stolið fé ??
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |