Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Veljum Íslenskt

Þarf að segja meira ????????????
mbl.is Funda vegna írsks svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur hræðist stigmagnandi ESB andstöðu

Aumingja Össur,  enn og aftur þykist hann ekkert muna og hér birtist enn og aftur meðvitundarleysi hans við stjórn mála.  Auðvitað á ábyrgur stjórnmálamaður að vera fyrir löngu búinn að gera sér grein fyrir því í hvert stefndi.  Ekki átti Davíð að labba með þetta allt saman og troða því í kokið á honum.  Þetta var nú einu sinni formaður Samfylkingarinnar og með þann bakgrunn ætti maðurinn að gera rannsakað hlutina sjálfstætt og á sínum eigin forsendum.  Næsti maður á bás við hann er bankamálaráðherrann, samflokksmaður Össurar.  Ég skil bara ekki hvað við erum að gera með svona fugl í ráðherraembætti.  Mér líst ekki á framhaldið ef hann verður iðnaðarráðherra eitthvað áfram.

Mér finnst þessi gagnrýni öll á Davíð frá Samfylkingunni bera þess merki að þau hræðist það sem ég upplifi hér á bloggheimum,  mjög stígandi og ört vaxandi andstöðu við aðild Íslands að ESB.


mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverslags yfirgangur er þetta eiginlega.

Hvað á slíkur hroki og yfirgangur eiginlega að þýða.  Í hvers umboði vinnur þessi maður.  Snúðu þér að þínum eigin vandamálum Matti, láttu okkur Íslendinga sjálfa um að ákveða hvort við viljum tengjast þessari ESB klíku.  Ef svo verður, þá skaltu biðja ESB um að undirbúa sig.  Fyrr ekki.  Og hafðu það.  ESB má ekki takast að gleypa okkur meðan við erum enn liggjandi.


mbl.is Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonin um að Davíð snúi til baka í pólitík

Já, ekki að spyrja að, blessunin farin að styrkjast, sennilega eftir fréttirnar í morgun.  Vonandi heldur hún áfram á sömu braut, landi og þjóð til mikillar farsældar.  Eini maðurinn sem getur komið okkur úr þessu ástandi er að sjálfsögðu Davíð Oddsson.  Hann hafði, því miður, alltaf rétt fyrir sér.  Þetta verður fólk bara að viðurkenna.
mbl.is Krónan styrkist um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg framganga

Enn og aftur sýnir maðurinn að hann er einn örfárra manna við stjórnvölinn í dag með fullu viti.  Bara þannig að fólk skilji hlutina, þá eru í gildi á landinu lög um bankaleynd, Davíð hlýtur að vitna til þeirra í þessu viðtali við viðskiptanefnd Alþingis.  Það sýnir bara og sannar, enn og aftur að maðurinn er a.m.k. með fullu viti, annað en fullt af því annars ágæta fólki hér á blogginu,  sem er tilbúið til að brjóta lög, greinilega, til að offors þess nái fram að ganga.  Einnig finnst mér dapurlegt hvernig bloggið er notað til að bölva og ragna og kalla fólk geðsjúklinga.  Sumt af því er fullorðið fólk - foreldrar og afar og ömmur, fyrir mér afar döpur fyrirmynd.  Þetta er skammarlegt fyrir gott tækifæri fyrir okkur bloggara til að láta rödd okkar ná í gegn.  Það tekur hinsvegar enginn viti borinn maður mark á slíkum upphrópunum. 

 

 


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórábyrgð Samfylkingarinnar

Enn og aftur er það hér upplýst að meðvitundarleysi Samfylkingarinnar er algert.  Formaður flokksins hefur upplýst að hún hafi setið 6 fundi með Seðlabankastjóranum, þar sem við þessu var varað.  Ef Björgvin er ekki með svartan blett á tungunni, þá hlýtur málum að vera svo komið að Ingibjörg Sólrún hefur ekki sagt sínum eigin ráðherra frá þessum áhyggjum Seðlabankastjórans.  Fyrir mér er þetta dæmi um algert meðvitundarleysi, sem ég er nú farinn að hallast að að sé gert af ásettu ráði.  Getur verið að ánetjun draumsins um Himnaríki (sem ég vil nú frekar líkja við hið gagnstæða) ESB, sé orðin svo sterk, að allar aðvörunarbjöllur hagkerfis landsins megi bara klingja, krónan skal víkja hvað sem það kostar og þjóðin skal teymd á asnaeyrunum þarna inn.  Þessu verður ISG að gjöra svo vel og svara.  Þjóðin á heimtingu á því.

 


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgangurinn vonandi hafinn

1 % á dag kemur skapinu í lag.  Vonandi mun krónan ná að styrkjast sem mest.  Fólk verður að hætta að gefa skít í gjaldmiðilinn, allar forsendur eru fyrir hendi í náinni framtíð fyrir mikilli styrkingu krónunnar.  Ég tel ábyrgð þeirra sem talað hafa hana niður mikla.
mbl.is Krónan styrkist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB kjaftæði - frá hagsmunasamtökum hverra ??????

Alveg með ólíkindum að lélegustu hagsmunasamtök landsins, neytendasamtökin, skuli koma fram með þessa kröfu, byggða á engu öðru en dylgjum og spámennsku.  Hér kemur engin röksemdafærsla fram, bara einhverju kastað út í loftið til að láta taka eftir sér.  Hafa þessi samtök svo mikið sem rætt við VENJULEGA neytendur í ESB löndunum í kringum okkur og kannað þeirra afstöðu, hvernig því líður.   Nei, ekki frekar en þau hafa barist fyrir neytendur á Íslandi í gegnum tíðina.  Alveg með ólíkindum hversu handónýt þessi samtök eru í baráttumálum neytenda.  Hafa þau, svo dæmi sé tekið, kafað djúpt í það hvernig innflytjendur vöru á síðastliðnum árum (þegar krónan var sterk og var besti gjaldmiðill í heimi) misnotuðu stórlega aðstöðu sína,  reiknuðu vöru sína sjaldan á réttu tollagengi og græddu því ótæpilega á allri velmeguninni sem hér ríkti.  Nei, maður hefur aldrei séð þessi draslsamtök beita sér á þessu sviði.  Gott dæmi er þessi svívirðilega einokun á matvörumarkaði, svo ekki sé minnst á fjölmiðlamarkaðinn. 


mbl.is Sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB skyndilausn ????

Mér líst ágætlega á flestar þessara tillagna, en ein stingur þó í stúf !!!  Ég get einfaldlega ekki verið sammála því að sækja eigi strax um aðild að ESB án þess að fyrir liggi upplýsingar um það hverjir þjóðarhagsmunir eru við inngönguna.  Það er ekki nóg að segja að krónan sé of lítil fyrir okkur, margir hagfræðingar og frammámenn í viðskiptalífinu telja að það kosti okkur miklu meira að ganga í sambandið, heldur en að standa utan við það.  Auk þess megum við ALDREI missa yfirráðin yfir auðlindunum til Brussel.  Ég er talsmaður þess að umræður um ESB séu uppi á borðinu, kostir og gallar vegnir, en ákvörðunina um inngöngu verður að taka út frá hagsmunum íslenzku þjóðarinnar.  Svo einfalt er það. 


mbl.is Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósk um nýtt málgagn ESB andstæðinga - MBL hefur brugðist - því miður

Ég er algerlega sammála Styrmi þegar hann segir að hinn þögli meirihluti okkar sjálfstæðismanna sé á móti ESB aðild.  Ég er líka orðinn verulega pirraður á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins, og er alvarlega farinn að íhuga að segja því upp, hef þó verið áskrifandi í tugi ára.  Þessi einsleiti fréttaflutningur og klisjumálflutningur er óþolandi og vonandi verður þessum fréttastjóra sparkað og nýr fenginn að þegar útgáfu blaðsins verður tryggður áframhaldandi rekstur, með aðkomu nýrra eigenda.  Ef ekki, þá er það krafa mín að Heimssýn þurfi að fara af stað með útgáfu dagblaðs, þar sem sannleikurinn um ESB lítur dagsins ljós.  Það verður að upplýsa fólk um ókosti ESB aðildar, sem ég tel vera mun fleiri en kosti, en því miður virðast blaðamenn, bæði Mbl og Fréttablaðsins ekki hafa áhuga fyrir því. 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband